Pitt þoldi ekki keðjureykingar Aniston

Brad Pitt er sagður hafa átt bágt með að þola …
Brad Pitt er sagður hafa átt bágt með að þola reykingar Jennifer Aniston. AP

Brad Pitt þoldi ekki keðjureykingar Jennifer Aniston, fyrrum eiginkonu sinnar og sagði hana óspennandi. Hins vegar líkti hann Angelinu Jolie við „gyðju,“ að því er bandarísk fyrirsæta hefur greint frá. Segir fyrirsætan, April Floro, að hún hafi eytt þremur dögum með Pitt í Grikklandi. Hann hafi reynt að kyssa hana en hún hafi „vikið sér undan.“

„Hann laðaðist að mér,“ segir Floro, sem er 22 ára gömul. Hún bætir við að leikaranum hafi brugðið þegar hún sagði honum að hún hefði ekki áhuga á að vera með honum. „Hann spurði mig hvers vegna. Ég sagði honum að ég vildi ekki fara út í samband með manni úr skemmtanaiðnaðinum.“

Þá segir Floro að Pitt hafi rætt mikið um slæmt hjónaband sitt og Aniston. „Hann þoldi ekki keðjureykingar konu sinnar. Hann þoldi heldur ekki að hún vildi aðeins eyða tíma með vinum sínum eða bara halda sig heimavið. Hann var meira fyrir að fara út á lífið,“ sagði hún. Spurð um Angelinu Jolie sagði Floro: „Hann talaði um hana líkt og hún væri gyðja.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að blanda geði við aðra þótt tilefnið sé oft lítilfjörlegt eða ekkert. Þú ert kominn á a beinu brautina
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að blanda geði við aðra þótt tilefnið sé oft lítilfjörlegt eða ekkert. Þú ert kominn á a beinu brautina
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi