Fyrsti leikur Grétars Rafns

*GRÉTAR Rafn Steinsson lék sinn fyrsta leik með Young Boys í svissnesku deildakeppninni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Hann spilaði síðustu 22 mínúturnar þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Grasshoppers á útivelli í fyrsta leiknum eftir vetrarfrí en Grétar gekk til liðs við Young Boys frá ÍA í janúar. Young Boys er í fimmta sæti, tíu stigum á eftir toppliðinu Basel.

*ANDRI Hjörvar Albertsson, knattspyrnumaður úr Þór á Akureyri, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur. Andri er 24 ára varnarmaður og hefur leikið með Þór alla tíð - spilaði 8 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni 2002. Hann lék síðast með því í 1. deildinni 2003, þá 12 leiki, en var ekkert með á síðasta tímabili. Andri lék með drengjalandsliði Íslands á sínum tíma.

*BJÖRN Orri Hermannsson, 15 ára piltur, lék með meistaraflokksliði Fylkis gegn Val í deildabikarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Björn Orri, sem lék með drengjalandsliðinu strax á síðasta ári, spilaði síðustu 25 mínútur leiksins.

*VALÞÓR Halldórsson, varamarkvörður FH, lék síðustu 5 mínúturnar sem útispilari þegar Íslandsmeistararnir gerðu jafntefli við Þrótt R., 1:1, í deildabikarnum í fyrrakvöld. Sverrir Garðarsson, varnarmaður FH, þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá hafði öllum varamönnum Hafnarfjarðarliðsins verið skipt inn á, nema Valþóri, sem lék sem kantmaður síðustu mínútur leiksins.

*EINAR Hlöðver Sigurðsson, leikmaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í deildabikarnum í knattspyrnu. Einar fékk rauða spjaldið gegn Fylki á dögunum og missir af leikjum Eyjamanna við Víking og Þór um næstu helgi.

*JÓHANN B. Guðmundsson skoraði fyrra mark Örgryte sem gerði jafntefli, 2:2, við Ljungskile í æfingaleik í Svíþjóð um helgina.

*ARNAR Sigurðsson vann auðvelda sigra þegar lið hans, Pacific, vann UC Davis örugglega, 6:1, í bandarísku háskólakeppninni í tennis á laugardaginn. Arnar vann andstæðing sinn í einliðaleik, 6:2 og 6:2, og í tvíliðaleik unnu Arnar og Vladimir Zdravkovic, sem nú eru í 38. sæti bandaríska styrkleikalistans, sinn leik, 8:5.

*ROBERT Waseige fyrrum landsliðsþjálfari Belga í knattspyrnu var í gær ráðinn þjálfari FC Brüssel sem situr í neðsta sæti belgísku 1. deildarinnar.

*NICKY Hunt, Bolton, varð fyrir óvenjulegri reynslu á sunnudaginn. Hann meiddist í leik við Newcastle og varð að fara af velli. Meiðslin voru sérkennileg. Hann fékk knöttinn í öxlina snemma leiks og fór úr axlarlið við það. Hann þarf líklegast í uppskurð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler