Coldplay á Íslandi og tekur upp lög og myndband

Chris Martin söngvari Coldplay.
Chris Martin söngvari Coldplay. AP

Íslandsvinurinn Chris Martin og félagar hans úr Coldplay eru staddir hér á landi um þessar mundir. Eru þeir hingað komnir til að taka upp lög sem verða notuð á b-hliðar þeirra smáskífna sem gefnar verða út í tengslum við plötuna nýju, X&Y. Notast þeir við hljóðver Leaves til þeirra verka, en sveitirnar eru málkunnugar.

"Við höfum hitt þá félaga nokkrum sinnum þegar við höfum verið að spila úti," segir Arnar Guðjónsson, söngvari og gítarleikari Leaves.

"Chris er orðinn mikill Íslandsvinur eins og fólk þekkir, dýrkar Sigur Rós og svona. Þeir æsktu þess að fá að nota aðstöðuna okkar við þessar upptökur og það var ekkert mál enda erum við í upptökuhléi."

Arnar segir að sveitin ætli einnig að taka upp allsérstakt myndband hér á landi en meðlimir muni auk þess nota tímann í hálfgert frí, eins og vinsælt er orðið hjá erlendum hljómsveitum. Hyggjast meðlimir hlaða rafhlöðurnar fyrir væntanlegt tónleikaferðalag um heiminn.

Árni Benediktsson, umboðsmaður Leaves, staðfestir þetta í samtali við blaðamann og segir ennfremur að myndbandið umrædda verði tekið upp við Reykjavíkurhöfn og Chris Martin hafi jafnframt biðlað til sín um hjálp, en í tökur þarf dágóðan slatta af "statistum".

"Um er að ræða myndband við væntanlega smáskífu af plötunni. Þetta er epískt lag og langt, dálítið gospelskotið og það endar með miklum kórsöng. Meðlimir vilja fá Íslendinga til að stilla sér upp og leika þennan kór. Björk Guðmundsdóttir hafði svipaða háttu þegar hún tók upp myndband við lagið "Triumph of a Heart" sem var tekið upp á Sirkus með hinum og þessum Íslendingum."

Áhugasamir geta mætt niður á Miðbakka Reykjavíkurhafnar, sem er gegnt Kolaportinu, klukkan 17.00 og fá þar frekari fyrirmæli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.