Michael Jackson biður foreldra sína fyrir börnin sín

Jackson á leið úr réttinum á föstudag.
Jackson á leið úr réttinum á föstudag. AP

Poppstjarnan Michael Jackson er sagður hafa beðið foreldra sína að annast um börn sín þrjú verði hann fundinn sekur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum en söngvarinn gæti átt allt að 21 árs fangelsisvist yfir höfði sér verði hann sakfelldur.

Michael er sagður vilja að börnin Prince Michael, átta ára, Paris, sjö ára, og Prince Michael II tveggja ára, alist upp á bernskuheimili hans í Kaliforníu, geti hann ekki annast þau sjálfur.

Foreldrar söngvarans hafa stutt hann dyggilega að undanförnu en Jackson hefur áður haldið því fram opinberlega að faðir hans Joe Jackson hafi beitt hann ofbeldi er hann var að alast upp.

Debbie Rowe, fyrrum eiginkona Jackson og móðir tveggja elstu barnanna, hefur þó einnig farið fram á að fá forræði yfir þeim verði Jackson fundinn sekur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Angela Marsons
5
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú stendur þig að því að rifja eitthvað upp sem ekki er þess virði, skaltu stoppa og fara að gera eitthvað annað. Göngutúr í náttúrunni er snilld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Angela Marsons
5
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú stendur þig að því að rifja eitthvað upp sem ekki er þess virði, skaltu stoppa og fara að gera eitthvað annað. Göngutúr í náttúrunni er snilld.