Selma í 2. sæti í vali á verst klæddu Eurovison-keppendunum

Klæðnaður Selmu féll ekki lesendum hollenska Eurovisionvefjarins eurovisionhouse.nl í geð.
Klæðnaður Selmu féll ekki lesendum hollenska Eurovisionvefjarins eurovisionhouse.nl í geð. AP

Lesendur hollensku netsíðunnar www.eurovisionhouse.nl hafa valið Martin Vucic frá Makedóníu verst klædda keppandann í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Kænugarði. Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands, lenti í 2. sæti í þessari könnun og söngparið 2B frá Portúgal varð í 3. sæti.

Úrtakið er raunar ekki stórt því alls greiddi 241 einstaklingur atkvæði. Vucic, sem var klæddur í gallabuxur og skyrtu og of stóran jakka, fékk 42 atkvæði, Selma 39 atkvæði, 2B fékk 34 atkvæði, norsku glysrokkararnir Wig Wam fengu 29 atkvæði og Angelica Agurbash, sem raunar fækkaði fötum á sviðinu, varð fimmta með 21 atkvæði.

Netsíðan hefur valið verst klæddu Eurovision-keppendurna frá árinu 1997 og veitt verðlaun, sem kennd eru við Barbara Dex, fulltrúa Belgíu í keppninni árið 1993, en kjóll hennar þótti hreint hræðilegur.

Þess má geta að netsíðan stóð fyrir atkvæðagreiðslu meðal lesenda sinna um besta Euorovisionlagið fyrir keppnina í Kænugarði og þar fékk If I Had Your Love, með Selmu Björnsdóttur, flest atkvæði. Lagið My Number One, sem Helena Paparizou söng síðan til sigurs í Kænugarði, varð í 2. sæti í atkvæðagreiðslunni.

Hollenski Eurovision-vefurinn

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant