Snoop sagður hafa reykt maríjúana á sviði

Snoop Dogg.
Snoop Dogg. AP

Snoop Dogg er sagður hafa brotið opinberlega lögin á tónleikum í vikunni þegar hann reykti maríjúana á sviðinu. Fyrr um kvöldið á hann að hafa verið svo freðinn að hann mætti klukkustund of seint á tónleikana sem voru í Noregi. Þá á hann að hafa komið með „jónu" upp á svið, hlegið og boðið áhorfendum.

Fyrr í vikunni var um hann rætt þegar Viktoria Beckham sagði honum að halda sig frá eiginmanni hennar, David Beckham, eftir Live 8 tónleikana á laugardag. Beckham á að hafa orðið himinlifandi þegar uppáhalds tónlistarmaðurinn hans, Snoop, bauð honum með sér á djammið eftir tónleikana. Victoríu leist hins vegar ekkert á og bannaði David að vera með honum.

„Ég sagði Snoop, heyrðu mig nú Snoopy, maðurinn minn fer ekki með þér á djammið. Ég veit allt um orðróminn sem fer af þér,“ sagði Viktoría. „Eins og ég myndin nokkurn tímann leyfa David að fara með honum! Ég held samt að honum hafi ekki líkað það þegar ég kallaði hann Snoopy, honum fannst það ekkert fyndið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvernig getur þú bætt samband þitt við foreldra og fólk í áhrifastöðum? Mundu að það er aldrei til góðs að taka ráð annarra í sínar hendur án umhugsunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Jónína Leósdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvernig getur þú bætt samband þitt við foreldra og fólk í áhrifastöðum? Mundu að það er aldrei til góðs að taka ráð annarra í sínar hendur án umhugsunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Jónína Leósdóttir