Robert Blake fundinn sekur um morð

Robert Blake er hann beið þess að hlýða á niðurstöðu …
Robert Blake er hann beið þess að hlýða á niðurstöðu kviðdóms í dag. AP

Kviðdómur í Los Angeles í Bandaríkjunum fann í dag leikarann Robert Blake sekan um aðild að morði á fyrrum eiginkonu sinni árið 2001 og dæmdi hann til að greiða börnum hennar 30 milljónir dollara, 1,86 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Kviðdómur hafði sýknað Blake af morðákærum í mars síðastliðnum.

Robert Blake, sem er 71 árs, er þekktur í Bandaríkjunum fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Baretta á áttunda áratug síðustu aldar.

Saksóknarar héldu því fram í réttarhöldunum í máli hans í mars síðastliðnum, að Blake hefði myrt eiginkonu sína, Bonny Lee Bakley, eftir að hafa án árangurs reynt að ráða leigumorðingja til verksins.

Þau Bakley og Blake eignuðust barn saman árið 1999 og giftu sig í nóvember árið eftir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir