Pat Morita látinn

Leikarinn Pat Morita lést á heimili sínu í Las Vegas í gær, 73 ára að aldri. Morita varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem kennarinn aldraði í kvikmyndunum Karate Kid 1, 2 og 3. Morita var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í fyrstu myndinni árið 1984.

Pat Morita var bandarískur í húð og hár en hann var fæddur í Kaliforníu hinn 28. júní árið 1932. Hann lék lítil hlutverk um árabil í sjónvarpsþáttum á borð við The Odd Couple og Green Acres áður en hann landaði hlutverki í þáttaröðinni Happy Days. Þegar sýningum Happy Days lauk fékk hann aðalhlutverkið í eigin þætti, Mr. T and Tina, sem varð skammlífur.

Morita lék í þremur kvikmyndum um karatestrákinn en í þeirri síðustu, The Next Karate Kid, frá árinu 1994, lék hann á móti Hilary Swank.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.