Tónleikaferðalag The Who

Félagarnir Pete Townshend og Roger Daltrey í The Who.
Félagarnir Pete Townshend og Roger Daltrey í The Who. Reuters

Hljómsveitin The Who mun stíga á fjalirnar á ný á næsta ári, þetta tilkynnti Peter Townsend gítarleikari og lagasmiður hljómsveitarinnar á vefsíðu sinni www.petetownshend.co.uk á aðfangadag.

Um tónsmíðarnar sagði hann í viðtali við tónlistartímaritið Billboard: „Mér er alveg sama hvort nokkuð sem ég sem er vinsælt eða er spilað í útvarpi eða selst í milljón eintökum. Það sem skiptir mig máli er að Roger Daltrey fíli lögin sem ég sem nægilega mikið til að geta sungið þau á sviði á meðan að ég sveiflast um og er frábær og spila á gítarinn eins og krakki í hljóðfærabúð. Eftir fjörtíu og fimm ár af þessu veseni er ég rétt að byrja að njóta þess.”

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.