Kylie Minogue laus við meinið

Kylie Minogue flytur lag.
Kylie Minogue flytur lag. Reuters

Ástralska poppstjarnan Kylie Minogue er laus við krabbameinið sem greindist í öðru brjósti hennar í fyrra, að sögn breska dagblaðsins The Sun. Kylie fór í krabbameinsmeðferð í fyrra en mun hafa fengið fréttirnar góðu, um að krabbameinið væri horfið, fyrir viku síðan.

Kylie hélt til Ástralíu ásamt unnusta sínum Oliver Martinez eftir að ljóst var að hún væri laus við meinið. Ónefndur heimildamaður blaðsins, nákominn Kylie, segir að henni sé létt og að hún sé skýjum ofar. Henni hafi liðið vel seinustu tvo mánuði og hún hafi verið bjartsýn og bætt á sig.

Kylie gekkst undir lyfjameðferð í París eftir að annað brjóst hennar var fjarlægt að hluta í Melbourne í Ástralíu, en meinið greindist í maí í fyrra. Lyfjameðferðinni lauk 18. desember sl. Nú tekur hins vegar við dagleg geislameðferð til þess að tryggja að meinið taki sig ekki upp að nýju. Kylie býr nú í París með unnusta sínum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.