Sjónvarpsstjóri Skjás eins um ráðningu Sigríðar Arnardóttur til 365 miðla

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is
SJÓNVARPSKONAN Sigríður Arnardóttir skrifaði í gær undir samning við 365 miðla, en hún mun taka við umsjón morgunþáttarins Íslands í bítið. Sigríður hafði nýlega skrifað undir samning við Skjá einn, en gert var ráð fyrir að hún stjórnaði nýjum dægurmálaþætti ásamt Felix Bergssyni. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt að Guðrún Gunnarsdóttir, sjónvarps- og söngkona, hefði veri ráðin til að stjórna hinum nýja þætti ásamt Felix. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir ákvörðun Sigríðar koma sér verulega á óvart.

"Sirrý kom til okkar í dag [í gær] og tilkynnti okkur að hún væri nýbúin að skrifa undir samning við NFS. Ég hváði við því ég gekk frá samningi við hana á laugardaginn," segir Magnús. "Það var ekkert ákvæði í samningnum sem heimilaði klukkutíma uppsagnarfrest á honum, þetta var bara venjulegur samningur," segir Magnús og bætir því við að undirbúningur að þættinum hafi staðið yfir í tvær vikur. "Ég gekk frá ráðningarsamningi við Felix og Sirrý um helgina og svo höfðum við starfsmannafund á mánudaginn þar sem þetta var tilkynnt. Þessi bransi er hins vegar þannig að það lekur allt á milli og klukkan fjögur þann sama dag hringdi NFS í Sirrý og gerði henni tilboð," segir Magnús. "Ég er mjög hissa á NFS að gera þetta og að Ari Edwald ætli að stimpla sig svona inn í stjórn 365 miðla," segir Magnús. "Ég hefði ekki verið hissa á forverum hans, en að Ari haldi þessu áfram er með ólíkindum," segir Magnús og bætir því við að svipaðir atburðir hafi átt sér stað áður. "Hálf söludeildin var tekin frá okkur síðasta sumar og Vala Matt var fengin yfir á Sirkus stuttu síðar. Það er sorglegt að þeir geti ekki þjálfað upp sitt eigið fólk heldur þurfi að ræna aðra miðla með þessum hætti," segir Magnús. "Ég gerði Ara Edwald tilboð nú rétt áðan [undir kvöld í gær], að Sirrý byrjaði þáttinn hjá okkur, ynni út þriggja mánaða uppsagnarfrestinn og færi svo yfir á NFS, því ég get ekkert sagt við því að hún segi upp. Þeir hins vegar höfnuðu því alfarið, sem segir kannski meira um hvort þeir séu að hugsa um hag Sirrýjar eða bara um að eyðileggja."

Ráðum fólk og missum fólk

"Það er algengt að við ráðum fólk og að við missum fólk. Það er ekki hægt að gera það í bága við aðrar ráðningar," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 ljósvakamiðla, þegar hann var spurður um viðbrögð sín við óánægju sjónvarpsstjóra Skjás eins. "Þetta verður skoðað en mér finnst skrýtið að þessu hafi ekki verið teflt fram. Venjan er sú að starfsmaður sem ræður sig í vinnu kynni væntanlegum vinnuveitanda þá stöðu sem uppi er um sína hagi," sagði Ari. | 54
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.