Samgönguráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Britney Spears harðlega

Britney Spears á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir …
Britney Spears á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en samgönguráðherra Bandaríkjanna segir að hún sýnt mikið ábyrgðarleysi með því að hafa ekið með son sinn í fanginu. AP

Samgönguráðherra Bandaríkjanna, Norman Mineta, hefur gagnrýnt poppprinsessuna Britney Spears harðlega fyrir að hafa ekið með nýfæddan son sinn í fanginu.

Ummæli Mineta féllu þegar hann var að heimsækja barnaspítala í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gær, en þá hófst sérstök umferðarvika sem ætlað er að minna ökumenn á að hafa gætur á börnum sínum á meðan þau eru farþegar í bílum.

„Nýlegar ljósmyndir af Britney Spears akandi með son sinn í fanginu valda manni óhug,“ sagði Mineta.

„Þrátt fyrir að frú Spears hafi viðurkennt mistök sín þá mun hún senda röng skilaboð til milljóna aðdáenda sinna.“

Mineta sagði að Britney hefði verið óábyrg þegar hann kynnti nýtt átak til þess að auka öryggi barna í bílstólum.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir því í dag hve miklum tökum vaninn hefur náð á þér. Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir því í dag hve miklum tökum vaninn hefur náð á þér. Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu.
Loka