Cruise segist ætla að snæða naflastreng og fylgju barns síns

Holmes og Cruise.
Holmes og Cruise. Reuters

Leikarinn Tom Cruise segir í viðtali við karlatímaritið GQ að hann ætli að borða naflastreng og fylgju barns síns og það um leið og barnið er komið í heiminn. „Ég hugsaði sem svo með mér að það yrði gott. Mjög næringarríkt. Ég ætla að borða naflastrenginn og fylgjuna á staðnum,“ á Cruise að hafa sagt við viðmælanda sinn.

Cruise hefur látið ýmislegt undarlegt flakka undanfarið, en unnusta hans, Katie Holmes, er nú komin á steypirinn. Cruise segist hafa vitað að hún væri þunguð áður en hún greindi honum frá því. Í síðustu viku sagði hann frá því að Holmes væri gengin í Vísindakirkjuna en Cruise er sjálfsagt þekktasti meðlimur hennar. Samkvæmt vísindatrúnni á kona að fæða barn sitt hljóðalaust og segir Cruise það snúast um að virðing sé borin fyrir móðurinni.

Cruise, sem er nú 43 ára, á tvö ættleidd börn fyrir en þetta er fyrsta barn þeirra Holmes, en hún er 16 árum yngri en hann. Þau ætla að gifta sig í sumar eða haust. Fréttavefur BBC segir af þessu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.