Draugagangur sagður á heimili Cruise og Holmes

Tom Cruise í hópi aðdáenda sinna á Leicester Square í …
Tom Cruise í hópi aðdáenda sinna á Leicester Square í London í gær. AP

Sú hugmynd hefur verið sett fram í Hollywood að rekja megi fjaðrafokið í kring um nokkurra daga fjarveru kvikmyndaleikarans Tom Cruise frá unnustu sinni Katie Holmes og nýfæddri dóttur þeirra til þess að draugagangur sé á heimili þeirra. Fjölskyldan býr á Alpine Lane og munu fyrrum íbúar hússins hafa greint frá því, að þeir hafi upplifað ýmislegt undarlegt þar. Þannig heldur ung dóttir Jon Peters því til dæmis fram, að hún hafi „heyrt raddir” í húsinu og að það sé óhuggulegt og fullt af draugum.

Cruise ákvað í gær að lengja sólarhringsferð sína til Evrópu um tvo sólarhringa til að geta verið viðstaddur forsýningar myndar sinnar Mission Impossible III í London og París. Cruise varði löngum tíma með aðdáendum sínum fyrir utan kvikmyndahúsið í London í gærkvöldi og sagði þeim m.a. að hann hefði talað u.þ.b. „billjón sinnum” við Holmes frá því hann fór að heiman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden