Ljungberg of æsandi fyrir Stokkhólm

Fredrik Ljungberg berar hér hnén fyrir lið sitt Arsenal en …
Fredrik Ljungberg berar hér hnén fyrir lið sitt Arsenal en það þótti of mikil kvenremba að sýna hann á nærbuxunum í Stokkhólmi. AP

Sænska fótboltahetjan Fredrik Ljungberg klæddist nærbuxum frá Calvin Klein einum fata á á 360 fermetra auglýsingamynd, sem hengja átti upp á Stureplan í Stokkhólmi en þótti of mikil kvenremba (sæ. sexistisk). Það var skrifstofa borgarverkfræðings sem bannaði myndina.

Fréttavefur Dagens Nyheter skýrði frá því að skrifstofa borgarverkfræðings, sem á að sjá til þess að velsæmdartilfinningu Stokkhólmsbúa sé ekki misboðið, hafi bannað myndina og aðra í sömu myndaröð þar sem Ljungberg sést með fyrirsætunni Nataliu Vodianova, bæði hálf-nakin.

Þess má geta að auglýsingunum hefur gengið betur í New York, Tókýó og London þar sem þær hafa fengið að hanga uppi án ritskoðunar borgaryfirvalda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.