Silvía Nótt sakar sænska Eurovision-keppandann um svindl

Það er best að halda sig fjarri þegar það fýkur …
Það er best að halda sig fjarri þegar það fýkur í Silvíu Nótt. Hún hefur sakað sænska keppandann um að hafa beitt brögðum til þess að komast áfram í Eurovision keppninni. mbl.is/Eggert

Silvía Nótt hefur sakað sænska Eurovision keppandann Carolu fyrir að hafa komist áfram með óheiðarlegum hætti, þ.e. að hún hafi sængað sig áfram í úrslitakeppnina. Fram kemur á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet að Silvía hafi sagt að Carola hafi sofið hjá framkvæmdastjóra keppninnar, Svante Stockselius.

Í viðtali við dagblaðið segir Silvía, sem komst ekki áfram í keppninni í gær, að þau hafi haft samfarir í bíl fyrir utan hótelið.

Silvía sagði að það hefði verið Carolu að kenna að hún hefði ekki komist áfram í lokakeppnina, sem verður haldin á morgun. „Hún hefur hermt eftir mér alveg frá því að ég kom hingað og hún er algjörlega viðurstyggileg manneskja,“ sagði Silvía. Hún bætti því við að Carola hefði beitt brögðum til þess að vera á meðal 10 efstu þjóðanna sem komust áfram.

„Carola hefur sofið hjá Svante Stockselius. Hann hagræddi úrslitunum svo að hún kæmist áfram,“ sagði hún.

Blaðamaður spurði hvort henni væri alvara og því svaraði Silvía játandi, og bætti því við að hún hefði mjög áreiðanlegar heimildir fyrir því að þau hefðu haft kynmök. „Ég sá það með mínum eigin augum. Þau lágu í bíl fyrir utan hótelið hennar Carolu. Þetta er hræðilegt af henni.“

Stockselius, sem ber ábyrgð á söngvakeppninni, hló að þessari fullyrðingu Silvíu. „Þetta hljómar eins og sá sem kann ekki að taka tapi. Það er símakosningin sem ákveður úrslitin. Hún gerir allt til þess að draga athyglina að sér sjálfri,“ segir hann.

Aðspurður um hvort að yfirlýsing Silvíu kunni að skaða keppnina svaraði hann því til að hann telji að það geti gert það. Hann segist hafa rætt þetta á fundi með Silvíu og íslensku sendinefndinni. „Og þau hafa orðið við öllum kröfum okkar, þau tóku t.a.m. út orðið „fuckin“ út úr texta lagsins.“

Samstarfsfólk Carolu var yfir sig hneykslað vegna yfirlýsingar Silvíu.

Carola hefur ekki viljað tjá sig um málið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney