Páfinn eyðilagði steggjaveislu

Benedikt 16. á flugvellinum í Krakow á sunnudaginn var.
Benedikt 16. á flugvellinum í Krakow á sunnudaginn var. Reuters

Tæplega tuttugu breskir vinir og kunningjar héldu til Krakow í Póllandi til að halda ærlega upp á að einn þeirra félaga, Carl Smith, væri að fara að ganga í hjónaband. Það sem þeir vissu ekki var að Páfinn, var einnig í Krakow í fjögurra daga heimsókn og til að votta honum virðingu sína létu pólsk yfirvöld banna áfengissölu á meðan dvöl hans stóð.

Fréttavefurinn Ananova hefur eftir hinum 23 ára brúðguma að hann hefði ekki trúað sínum eigin augum. Hann hafði hlakkað til þriggja daga veisluhalda með tilheyrandi áfengisdrykkju en þess í stað tefldi hann skák við félaga sína á markaðstorginu.

„Ég fékk mér kaffi með nokkrum nunnum í morgun. Þær voru ákaflega indælar en þetta er ekki mjög villt,” sagði Smith.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.