Reyndi að eitra fyrir keppinautinn

Unglingsstúlka í bænum Hurst í Texas hefur verið ákærð fyrir að reyna að eitra fyrir aðra stúlku til að koma í veg fyrir að hún gæti leikið í skólaleikriti.

Stúlkan sagði foreldrum sínum að hún væri stjarnan í skólaleikritinu en í raun var hún varaskeifa fyrir aðalleikkonuna. Margir ættingjar hennar ætluðu að koma í bæinn til að sjá hana í leikritinu og því ákvað hún að eitra fyrir aðalleikkonunni svo hún kæmist sjálf á sviðið.

Stúlkan keypti litla flösku af bleikiefni og hellti því í gosdrykkjarflösku, sem hún síðan gaf aðalleikkonunni. Gosið lyktaði hins vegar greinilega af klór og leikkonan unga sýndi flöskuna kennara sínum sem kallaði lögreglu til.

Varaskeifan játaði verknaðinn og hefur nú verið ákærð fyrir að menga neysluvöru vísvitandi, en viðurlög við því eru allt að 20 ára fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina