Landsmót Bandaríkjamanna í Luftgítar haldið á Manhattan

William Ocean var hársbreidd frá því að komast á heimsmeistaramótið …
William Ocean var hársbreidd frá því að komast á heimsmeistaramótið í Finnlandi AP

Luftgítar, listin að leika á ímyndaðan gítar hefur lengi verið stunduð af þeim sem eru gæddir þeim hæfileika að kunna að meta rokktónlist, án þess að aðrir hæfileikar séu endilega til staðar. Nýlega var haldið landsmót í listgreininni í Bowery salnum á Manhattan í Bandaríkjunum.

Reglur keppninnar eru einfaldar; gítarinn verður að vera ósýnilegur, luft-hljómsveitir eru ekki leyfðar, luft rótara má hins vegar nota auk þess sem alvöru gítarneglur eru leyfilegar.

Annað er leyfilegt í keppninni í stuttu máli. Fimmtán keppendur tóku þátt í keppninni á Manhattan eyju og fékk sigurvegarinn keppnisrétt í heimsmeistaramótinu sem verður haldið í september í Oulu í Finnlandi. Fjórir dómarar dæmdu keppnina.

Keppendur vöktu flestir lukku, Justin Howard, öðru nafni „Nordic Thunder” var leiddur inn á sviðið í keðjum, en „Rockness Monster”, sem vann keppnina í fyrra náði ekki í úrslit í ár. Hinn 32 ára Hot Lixx Hulahan sigraði með yfirburðum að mati dómara eftir að hafa hlaupið gegn um áhorfendaskarann upp svalir fyrir framan dómarana þar sem hann lék listir sínar svo bjórglösin flugu, samkvæmt fréttastofunni AP.

Áhorfendur voru hins vegar flestir á því að heimamaðurinn „William Ocean„ hefði átt að sigra, sá stökk af sviði og kramdi bjórdós með bakinu meðan hann lék á gítarinn ímyndaða, auk þess sem hann hafði rakað stafina A-I-R í bringuhár sín.

Aðstandendur neyddust vegna þessa að til að stofna til einvígis og sigraði „Hot Lixx Hulahan” þegar stig voru lögð saman.

Orð íslenska luftgítarkappans Johnny Triumph um að stelpur geri ekki luftgítar, heldur dansi, sönnuðust í ár því engar stelpur komust í keppnina nú þótt það hafi gerst fyrri ár.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.