Hannaði brúðarskó Camillu Parker Bowles

Linda Kristin Bennet
Linda Kristin Bennet

LK Bennet er þekkt nafn í breska tískuheiminum og tengja flestir það við fallega skó og fatnað. Færri vita þó að konan á bak við tískuveldið á ættir að rekja til Íslands. LK stendur fyrir Linda Kristin en millinafnið sækir hún til ömmu sinnar úr Skagafirðinum. Hún heimsækir landið árlega ásamt fjölskyldunni og sækir innblástur til íslenskrar náttúru.

Linda forðast jafnan athygli fjölmiðila og fer sjaldan í viðtöl. Tímarit Morgunblaðsins fékk þó tækifæri til að heimsækja hana í London.

Margar þekktar konur eru á meðal viðskiptavina LK Bennett en ein sú þekktasta er áreiðanlega Camilla Parker Bowles, hertogaynjan af Cornwall. Linda hannaði brúðarskó hertogaynjunnar fyrir brúðkaup hennar og Karls Bretaprins.

„Bæði hertogaynjan og Laura, dóttir hennar, höfðu verið viðskiptavinir LK Bennett árum saman og það gladdi mig mjög að vera beðin um að hanna skó fyrir konunglega brúðkaupið,“ segir Linda m.a. í viðtalinu.

Fyrsta búð LK Bennett var opnuð árið 1990 en í lok þessa árs verða verslanirnar orðnar 50 talsins. Linda var valin Veuve Clicquot-kona ársins í viðskiptum árið 2004 og í fyrra var hún á lista The Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að njóta líðandi stundar, því hún kemur aldrei aftur. Þú færð grænt ljós á framkvæmdir og þarft að bretta upp ermar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að njóta líðandi stundar, því hún kemur aldrei aftur. Þú færð grænt ljós á framkvæmdir og þarft að bretta upp ermar.