Hjálmar hættir

Hjálmar.
Hjálmar. mbl.is
Hjálmar, sem verið hefur ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarin þrjú ár, hefur tekið ákvörðun um að hætta samstarfi. Fram kemur á heimasíðu hljómsveitarinnar, að ástæðan sé sú, að meðlimir stefni nú hver í sína áttina en þeir búi beggja vegna Atlantshafsins. Lokatónleikar hjálma voru haldnir að Skriðuklaustri í gær.
mbl.is