Maður beit pandabjörn

Zhang á sjúkrahúsi með bundið um báða fótleggi eftir bjarnarbit.
Zhang á sjúkrahúsi með bundið um báða fótleggi eftir bjarnarbit. AP

Drukkinn Kínverji beit pandabjörn í dýragarðinum í Peking eftir að björninn réðst á hann. Maðurinn hafði þá áður reynt að faðma dýrið. Kínverjinn drukkni, Zhang Xinyan, hafði fengið sér nokkra bjóra og þvínæst ákveðið að heimsækja pandabjörninn Gu Gu sem var einn á afgirtu svæði í dýragarðinum. Gu Gu var ekki ánægður með heimsóknina og beit Zhang í báða fætur en Zhang svaraði fyrir sig með því að bíta björninn í bakið.

Zhang sagði síðar í viðtali við dagblaðið Beijing Morning Post að hann hefði ferðast til höfuðborgar Kína í þeim tilgangi einum að sjá pandabirni. Hann hafi þurft að ferðast í lest í sjö tíma og drukkið fjórar flöskur af bjór á leiðarenda.

Zhang var fluttur á spítala með djúp bitför eftir pandabjörninn. Hann segist hafa bitið björninn en feldurinn hafi verið of þykkur. ,,Enginn hefur sagt mér að pandabirnir bíti," sagði Zhang í viðtali við dagblaðið. Talsmaður dýragarðsins segist ekki ætla að kæra manninn og að pandabjörninn sé ómeiddur. Björninn sé þó í miklu uppnámi. BBC segir frá þessu.

Gu Gu að snæðingi í dýragarðinum í Peking.
Gu Gu að snæðingi í dýragarðinum í Peking. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson