Segir konur og homma verða ósýnileg eftir 42 ára aldurinn

Rupert Everett með Madonnu árið 1999.
Rupert Everett með Madonnu árið 1999. AP

Breski leikarinn Rupert Everett hefur lýst því yfir að hann sé einhleypur þar sem hann sé einfaldlega of gamall til að hann eigi séns í samkynhneigða menn.

Everett, sem er 47 ára, segir unga samkynhneigða menn ekki hafa áhuga á sér eldri mönnum. „Ég er einhleypur, því miður. Ég er einfaldlega of uppgefinn til annars og það að vera samkynhneigður er fyrir unga menn,” segir hann í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph. „Það vill mig enginn. Samkynhneigðir og konur eiga það sameiginlegt að þau verða ósýnileg eftir 42 ára aldurinn. Hver kærir sig um fimmtugan homma? Enginn, það get ég sagt ykkur. Ég gæti kveikt í mér inni á hommabar og fólk myndi bara nota mig til að kveikja sér í sígarettu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.