Cohen bannað að stíga fæti inn í Hvíta húsið

Borat, öðru nafni Sacha Baron Cohen (eða öfugt).
Borat, öðru nafni Sacha Baron Cohen (eða öfugt). Reuters

Breska grínistanum Sacha Baron Cohen hefur verið bannað að stíga fæti inn í Hvíta húsið í Washington, eftir að hafa boðið George W. Bush Bandaríkjaforseta að sjá nýjustu mynd sína, Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, eða ,,Borat: Nám í menningu Bandaríkjanna til að gera hag fyrir dýrðlega þjóð Kasakstan"

Cohen er betur þekktur sem sjónvarpspersónan Ali G. Fyrrnefnd mynd, um sjónvarpsmanninn Borat frá Kasakstan, sem er önnur persóna sem Cohen bjó til, hefur valdið miklum usla og reiði meðal Kasaka en Borat fer með ýmsa vitleysu um þjóðina í myndinni, m.a. að þjóðardrykkur Kasaka sé gerjað hrossahland. Sovétlýðveldið fyrrverandi sé á miðaldastigi, dýr njóti meiri virðingar þar en fólk og að hommar þurfi ekki lengur að vera með bláan hatt á höfði eins og áður hafi verið.

Leyniþjónustumenn Bush neituðu að taka við bíómiðum á mynd Cohen. Yfirvöld í Kasakstan hafa ráðist í herferð gegn Cohen og þeim rangfærslum sem Borat fer með, en þó augljóslega í gríni. Um 15 milljónir manna búa í Kasakstan og landið er um það bil fimm sinnum stærra að flatarmáli en Frakkland.

Forseti Kasakstan, Nursultan Nazarbayev, mun funda með Bush í Washington í dag. Sendiherra Kasakstan á Bretlandi, Erlan Idrissov, sagði í viðtali við Sky fréttastöðina að sú mynd sem Borat drægi upp af Kasakstan væri algjörlega röng. Ríkisstjórn Kasakstan er sögð hafa keypt auglýsingapláss í bandarískum tímaritum til að úthúða kvikmyndinni.

Borat segir auglýsingarnar ,,áróður" frá nágrannaríkinu Úsbekistan, og ef Úsbekar hætti ekki að ljúga um Kasakstan neyðist ríkið til að gera árás á landið með ,,valslöngvum sínum". Þær lygar felist m.a. í því að Kasakar dæmi fólk ekki til dauða fyrir að baka beyglur og flytji ekki út 300 tonn af lífbeinum á ári.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.