Gæludýr hlutu blessun í messum

Hundar blessaðir af presti í Nice í Frakklandi í gær.
Hundar blessaðir af presti í Nice í Frakklandi í gær. Reuters

Alþjóðlegur dagur dýranna er haldinn hátíðlegur ár hvert, þann 4. október, sem jafnframt er hátíðisdagur kaþólsku kirkjunnar tileinkaður heilögum Fransis frá Assisi, verndardýrlingi dýra og náttúru. Þá er dýralífi hvers konar fagnað og kaþólskar kirkjur víða um heim halda sérstaka messu, þann sunnudag sem fylgir 4. október, þar sem dýrum er veitt blessun.

Slíkar messur voru haldnar í gær, m.a. í Nice í Frakklandi og Lima í Perú, þar sem myndirnar voru teknar sem fylgja þessari frétt. Það eru þó ekki kaþólikkar einir sem halda dýradaginn hátíðlegan heldur dýravinir hverrar þjóðar eða trúarbragða sem er.

Myndasyrpa frá blessunum dýra í Nice og Lima

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getur ekki reynt aftur síðar. Einhver sendir þér skilaboð sem þú botnar lítið í.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getur ekki reynt aftur síðar. Einhver sendir þér skilaboð sem þú botnar lítið í.