Söngleikur með lögum Dylans fær afleita dóma

Bob Dylan.
Bob Dylan. AP

Bandarískir gagnrýnendur eru lítið hrifnir af nýjum Broadway-söngleik með lögum Bobs Dylans, sem frumsýndur var í síðustu viku. „The Times They Are A-Changing“ heitir söngleikurinn og er „svo lélegur að maður gleymir því hvað lögin eru góð“, sagði gagnrýnandi The Wall Street Journal.

Frá þessu greinir BBC.

Gagnrýnandi New York Times sagði söngleikinn vera „kerfisbundna misþyrmingu á Bob Dylan“. Danshöfundur er Twyla Tharp, sú sama og setti upp söngleik byggðan á bestu lögum Billys Joels, „Movin Out“.

Blaðið Variety sagði að Dylan-söngleikurinn væri „líflegur“ og mikið á seyði, en um leið væri verkið „ruglingslegt og brotakennt“.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að blanda geði við aðra þótt tilefnið sé oft lítilfjörlegt eða ekkert. Þú ert kominn á a beinu brautina
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að blanda geði við aðra þótt tilefnið sé oft lítilfjörlegt eða ekkert. Þú ert kominn á a beinu brautina
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi