Courtney Love segir Kurt Cobain ekki stóru ástina í lífi sínu

Lífshlaup Kurts Cobains var algjört bíó.
Lífshlaup Kurts Cobains var algjört bíó.

Söngkonan Courtney Love segir að Kurt Cobain, söngvari Nirvana, hafi ekki verið stóra ástin í lífi sínu. Love segir að Cobain, sem hún var gift í tvö ár, hafi verið besti vinur sem hún hafi nokkru sinni átt, þótt vissulega hafi hann verið skapstór og oft á tíðum fjandsamlegur.

„Ég held að hann hafi elskað mig. En þegar maður þarf að eiga við mann sem er svona mikill snillingur, en samt svo kvalinn, þarf maður að takast á við mikla mannfyrirlitningu,“ sagði Love í samtali við tímaritið POP.

Love segir hins vegar að leikarinn Edward Norton hafi hins vegar verið stóra ástin í lífi sínu. „Hann gekk Frances meira í föðurstað en Kurt gerði,“ sagði Love, en hún átti dótturina Frances Bean með Cobain fyrir rúmum 12 árum síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eðlisávísun þín leiðbeinir þér á öruggar slóðir þó þú vitir ekki af hverju þér stafaði hætta. Breyttu um takt í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eðlisávísun þín leiðbeinir þér á öruggar slóðir þó þú vitir ekki af hverju þér stafaði hætta. Breyttu um takt í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi
Loka