Krall og Costello eignast tvíbura

Elvis Costello og Diane Krall en hún var komin sjö …
Elvis Costello og Diane Krall en hún var komin sjö mánuði á leið þegar þessi mynd var tekin. Reuters

Íslandsvinirnir og tónlistarmennirnir, Elvis Costello og Diana Krall eignuðst tvíburasyni í síðustu viku. Hafa piltarnir verið nefndir Dexter Henry Lorcan og Frank Harlan James. Fæddust þeir á miðvikudag, á þriggja ára brúðkaupsafmæli foreldranna.

Í yfirlýsingu frá Costello og Krall kemur fram að þau séu í skýjunum og öllum heilsist vel en drengirnir eru fyrstu börn Krall en Costello á barn fyrir, samkvæmt frétt á vef BBC.

Diana Krall, sem bæði er þekkt fyrir söng og píanóleik, hélt tónleika fyrir fullu húsi í Laugardalshöllinni í ágúst 2003 og var eiginmaður hennar Elvis Costello með í för.

Elvis Costello
Elvis Costello
Kanadíska söngkonan Diana Krall
Kanadíska söngkonan Diana Krall
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.