Dómari hafnar kröfu um að Borat verði ekki gefin út á DVD

Fígúran Borat hefur komið við kaunin hjá mörgum.
Fígúran Borat hefur komið við kaunin hjá mörgum. Reuters

Dómari í Los Angeles hefur hafnað tilraunum tveggja háskólanema um að komið verði í veg fyrir útgáfu heimildargrínmyndarinnar Borat á DVD-diskum. Nemendurnir höfðuðu mál á þeim grundvelli að breski grínistinn Sacha Baron Cohen hafi beitt brögðum til þess að fá þá að tala illa um konur og aðra kynþætti.

Þá varð dómarinn ekki við því að þær senur sem mennirnir eru í verði klipptar út úr DVD-útgáfu myndarinnar.

Önnur málaferli eru þó framundan þar sem skaðabóta er krafist. Ekki eru búið að ákveða hvenær réttarhöldin muni hefjast.

Kvikmyndin um Borat fór beint á toppinn í Bandaríkjunum og Bretlandi. Mennirnir héldu því fram við dómarann að þeir séu hafðir að háði og spotti í myndinni. Auk þess sögðu þeir að þeir þurft að þola miklar þjáningar, bæði andlegar og líkamlegar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler