Bush ætlar í fallhlífastökk á 85 ára afmælinu

George Bush á Bessastöðum í heimsókn hjá Ólafi Ragnari og …
George Bush á Bessastöðum í heimsókn hjá Ólafi Ragnari og Dorritt á síðasta ári. mbl.is/ÞÖK

George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að takast á við annað fallhlífarstökk á 85 ára afmælinu en hann er að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð í síðustu viku þar sem skipt var um hægri mjaðmalið. Þegar Bush varð áttræður fyrir tveimur árum hélt hann upp á afmælið með því að stökkva út úr flugvél í fallhlíf.

Forsetinn fyrrverandi verður 85 ára í júní 2009 og er harðákveðinn í því að halda upp á það afmæli á sama hátt og áttræðisafmælið, það er að fara í fallhlífastökk. Þangað til ætlar hann að undirbúa sig með göngutúrum en hlýða læknum í einu og öllu. Þetta kemur fram í frétt í Houston Chronicle í dag.

Bush var útskrifaður af sjúkrahúsi á laugardag. Skipt var um vinstri mjaðmalið forsetans fyrrverandi árið 2000. Eiginkona hans, Barbara, hefur einnig farið í mjaðmaskiptiaðgerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson