Gísli Örn valinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn

Gísli Örn Garðarsson.
Gísli Örn Garðarsson.
Gísli Örn Garðarsson, leikari, var í dag valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins af hlustendum Rásar 2, en hefð er fyrir því að slíkt kjör fari fram á bóndadaginn.

Í öðru sæti varð Davíð Þór tónlistarmaður, Hallgrímur Helgason rithöfundur, varð þriðji, Pétur Ben tónlistarmaður fjórði og fimmti varð Jón Baldvin Hannibalsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina