Sidney Sheldon látinn

Sidney Sheldon.
Sidney Sheldon. Reutes

Bandaríski rithöfundurinn Sidney Sheldon lét í Los Angeles í gær, 89 ára að aldri. Banameinið var lungnabólga. Bækur Sheldons seldust í samtals yfir 300 milljónum eintaka og hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndahandrit árið 1947 fyrir myndina The Bachelor and The Bobby Soxer, með Shirley Temple og Cary Grant í aðalhlutverkum.

Sheldon fæddist árið 1917, sonur þýsks föður og rússneskrar móður. Hann byrjaði að skrifa í Hollywood tvítugur að aldri og vann við handrit og kvikmyndir og skrifaði einnig söngleiki. Árið 1942 voru þrír söngleikir eftir hann sýndir á Broadway.

Eftir stríðið, þar sem hann þjónaði sem orrustuflugmaður, fór Sheldon aftur til Hollywood og hóf á ný að starfa við kvikmyndir. Hann fékk m.a. veðlaun fyrir handrit myndarinnar Easter Parade árið 1948 og Annie Get Your Gun árið 1951. Þá fékk hann Tony verðlaun fyrir söngleikinn Redhead árið 1959.

Fyrsta skáldsaga Sheldons, The Naked Face, kom út árið 1969. Gagnrýnendur tættu bókina í sig en hún náði metsölu. Önnur bókin, The Other Side of Midnight, var í efsta sæti á metsölulista New York Times í 52 vikur, sem þá var met.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt yfirleitt annríkt og reynir að hafa mörg verkefni í gangi í einu. Þar að auki ertu mjög skapandi og tekur það sem þú ert að fást við alvarlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt yfirleitt annríkt og reynir að hafa mörg verkefni í gangi í einu. Þar að auki ertu mjög skapandi og tekur það sem þú ert að fást við alvarlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir