Hólabrekkuskóli vann spurningakeppni grunnskóla

Keppendurnir ásamt Birni Inga.
Keppendurnir ásamt Birni Inga.

Spurningakeppni ÍTR fyrir grunnskólana í Reykjavík, Nema hvað? 2007, lauk í gærkvöldi með úrslitaviðureign Borgaskóla og Hólabrekkuskóla sem fram fór í beinni útsendingu í Ungmennafélaginu á Rás 2. Svo fór, að Hólabrekkuskóli sigraði, fékk 23 stig gegn 17 stigum Borgaskóla.

Skólarnir mættust í undanúrslitum í fyrra en þá fór Borgaskóli með sigur af hólmi og keppti til úrslita við Réttarholtsskóla.

Hólabrekkuskóli tefldi fram Ívari Kristni Jasonarsyni, Inga Þóri Óskarssyni og Birki Björnssyni. Fyrir Borgaskóla kepptu þeir Gísli Þór Þórðarson, Stefán Þórsson og Guðmundur Jóhann Arngrímsson.

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, afhendi sigurvegurunum Mímisbrunninn, farandgrip keppninnar, ásamt eignarbikar sem skólinn fær til varðveislu. Liðsmenn Hólabrekkuskóla fengu jafnframt bókina Mergur málsins eftir Jón Friðjónsson og Hólabrekkuskóli fékk jafnframt eintak af sömu bók. Liðsmenn Borgaskóla fengu Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason og Borgaskóli eintak af sömu bók.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths