Spurningakeppnin Viskukýrin 2007

Spurningakeppnin Viskukýrin 2007 fór fram í gærkvöldi.
Spurningakeppnin Viskukýrin 2007 fór fram í gærkvöldi. mbl.is/Þorkell

Í gærkvöldi stóð Stúdentaráð Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir spurningakeppninni Viskukýrin 2007. Þetta er árlegur viðburður á vegum Stúdentaráðsins og er Landssamband kúabænda einn af bakhjörlum keppninnar.

Í frétt á vef Landssambands kúabænda kemur fram að keppnin njóti sívaxandi vinsælda og var þétt setinn bekkurinn í matsal LBHÍ í þetta skiptið og skemmtu áhorfendur sér hið besta. Stjórnandi keppninnar og spyrill var Logi Bergmann Eiðsson.

Að þessu sinni mættu átta lið til keppni. Spurningarnar voru margvíslegar, almenns eðlis og mjög sérhæfð viðfangsefni úr landbúnaði, t.d. hver væri faðir stóðhestsins Stála frá Kjarri og hvort nautið Þollur 99008 væri rauðbrandhuppóttur eða rauðbrandsokkóttur.

Þá voru margs konar tóndæmi og myndir, m.a. af ýmsum smærri kauptúnum landsins, lagðar fyrir keppendur.

Sigurlið keppninnar var lið heimamanna, skipað þeim félögum Sveinbirni Eyjólfssyni framkvæmdastjóra Nautastöðvar BÍ, Magnúsi B. Jónssyni prófessor í búfjárrækt við LBHÍ og Hauki Júlíussyni forstjóra verktakafyrirtækisins Jörva. Hlutu þeir verðlaunagripinn Viskukúna sem hannaður var að Bjarna Guðmundssyni prófessor í bútækni og smíðaður var af Hauki Þórðarsyni starfsmanni LBHÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson