Federline fellur frá kröfu sinni um flýtimeðferð

Britney Spears og Kevin Federline.
Britney Spears og Kevin Federline. Reuters

Kevin Federline, fyrrum eiginmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur fallið tímabundið frá kröfu sinni um að forræðismál vegna tveggja ungra sona þeirra fái flýtimeðferð eftir Britney skráði sig inn á meðferðarstofnun. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Federline hafði farið fram á flýtimeðferð í málinu eftir að Britney hætti tvisvar á einni viku í meðferð innan við sólarhring eftir að meðferðin hófst. Átti hann að mæta fyrir dómara vegna málsins í gær en lögfræðingur hans afboðaði komu hans. „Kevin mun halda áfram að vera einbeittur faðir sem tekur virkan þátt í umönnun barna sinna,” sagði lögfræðingurinn Mark Vincent Kaplan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.