Æft fyrir tónleika Bjarkar

Æfingar vegna fyrirhugaðra tónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl næstkomandi hefjast í næstu viku, en þetta verða fyrstu tónleikar Bjarkar hér á landi í sex ár. Að sögn talsmanns söngkonunnar koma þeir Mark Bell og Chris Corsano hingað til lands um helgina, en auk þeirra eru í hljómsveit Bjarkar Jónas Sen og blásaradect sem skipaður er Brynju Guðmundsdóttur, Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur, Hörpu Jóhannsdóttur, Erlu Axelsdóttur, Særúnu Ósk Pálmadóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Valdísi Þorkelsdóttur, Sylvíu Hlynsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur og Björk Níelsdóttur. Þessi hljómsveit mun einnig leika á tónleikum Bjarkar erlendis á árinu, en meðal annars hyggur hún á tónleika á Coachella hátíðinni í Bandaríkjunum, Sasquatch-tónlistarhátíðinni, Glastonbury í Bretlandi, Rock Werchter í Belgíu, Open'er í Póllandi, Hróarskelduhátíðinni og Paleo hátíðinni í Sviss. Björk hélt síðast tónleika hér á landi í desember 2001.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.