Noma talið 15. besta veitingahús heims

Frá Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þar sem Noma og sendiráð Íslands …
Frá Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þar sem Noma og sendiráð Íslands eru til húsa. mbl.is/Helgi Þorsteinsson

Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn, var í gærkvöldi útnefnt 15. besta veitingahús heims, af sérfræðingum breska tímaritsins Restaurant Magazine. Noma fékk nýlega 2 stjörnur í Michelin-bæklingnum þar sem fjallað er um dönsk veitingahús.

Á síðasta ári var Noma í 33. sæti á lista tímaritsins. Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins heitir El Bulli, en hann er að finna á norðausturhluta Spánar.

Þess má geta að Noma er til húsa við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.

Síða um bestu veitingahúsin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heimilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heimilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin