Fékk ljóðasöngsverðlaun á Spáni

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. mbl.is/ÞÖK

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópransöngkona, hlaut um helgina ljóðasöngsverðlaunin í alþjóðlegri söngkeppni Zamoraborgar á Spáni fyrir flutning sinn á laginu Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Hátt í níutíu söngvarar frá ýmsum þjóðlöndum tóku þátt í keppninni.

Guðrún Jóhanna hefur á ýmsum tónleikum á Spáni kynnt íslenska tónlist og fyrr í þessum mánuði flutti hún meðal annars umrætt lag Sigvalda Kaldalóns á einsöngstónleikum með norrænni efnisskrá í menningarstofnuninni Fundación Juan March í Madríd, en þeim tónleikum var útvarpað beint af Ríkisútvarpi Spánar, Radio Clásica. Í nóvember á síðasta ári var bein útsending í Radio Clásica frá tónleikum Guðrúnar Jóhönnu og Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara í Madríd, þar sem þau fluttu um 30 íslensk lög, meðal annars fjögur eftir Kaldalóns, þar á meðal Ave María.

Upptaka með söng Guðrúnar á áðurnefndu lagi við undirleik Jónasar Ingimundarsonar kom út á síðasta ári hjá Smekkleysu á geisladisknum Íslensk einsöngslög II - Ég lít í anda liðna tíð.

Guðrún kemur næst fram á Íslandi í titilhlutverki óperunnar Carmen eftir Bizet með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún mun einnig syngja á tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur í Hveragerði í júní og á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar