Óvenjuleg aðferð til að draga úr streitu

Einn hinna heppnu, sem fengu að losa um streituna í …
Einn hinna heppnu, sem fengu að losa um streituna í Madrid í dag. AP

Þrír tugir stressaðra Spánverja gangast nú undir óvenjulega meðferð við þessum menningarsjúkdómi en fólkið, sem sálfræðingar völdu úr hópi fjölda umsækjenda, fékk í dag að ganga berserksgang með sleggjur og járnkarla í hóteli í Madríd, sem á að endurnýja.

Fólkið tók svikalaust til starfa og klætt grímum, hlífðargleraugum, hjálmum, hönskum og samfestingum réðist það á sjónvörp, salerni, rúm, sturtuklefa og milliveggi. Á eftir voru herbergin rústir einar.

NH Alcala hótelið í Madrid er hluti af hótelkeðju, sem rekur 335 hótel í þremur heimsálfum. Í yfirlýsingu sagðist hótelið ahfa ákveðið að ráða ekki atvinnumenn í niðurrifi heldur bjóða völdum viðskiptavinum að undirbúa andlitslyftingu.

„Hvern hefur ekki dreymt um það í miðju streitukasti að brjóta allt og bramla í kringum sig," segir í tilkynningu hótelsins.

Laura Garcia Agustin, sálfræðingur, segir: „Eftir nokkur högg byrjar þreytan að sækja á og um leið losnar verkjastillandi endorfín úr læðingi sem eykur vellíðan."

Hótelið var tekið í notkun árið 1996 en innréttingarnar voru farnar að láta verulega á sjá og var ákveðið að hressa upp á þær.

Þeir sem tóku þátt í streitumeðferðinni í dag fá að koma aftur á hótelið í september til að dást að endurbótunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til að telja þig vera yfir aðra hafinn sem er þér til minnkunar. Njóttu þess sem þú hefur og gerðu ekki of miklar kröfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til að telja þig vera yfir aðra hafinn sem er þér til minnkunar. Njóttu þess sem þú hefur og gerðu ekki of miklar kröfur.