Á áttunda tug hljómsveita og listamanna hafa staðfest þáttöku í Iceland Airwaves

Umsóknarfresturinn til þátttöku í tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2007 lauk sl. sunnudag en alls bárust hátt í 300 umsóknir frá innlendum listamönnum og hljómsveitum. Alls bárust yfir 600 umsóknir frá erlendum listamönnum og nú er búið að staðfesta hátt í 80 hljómsveitir og listamenn sem munu taka þátt í hátíðinni í ár.

Að sögn skipuleggjenda mun heildarfjöldi þeirra listamanna og hljómsveita sem munu taka þátt í ár hinsvegar vera í kringum 170 talsins.

Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn er bandaríska indí-hljómsveitin Deerhoof, danski raflistamaðurinn Trentemöller og sænska einmenningssveitin Loney, Dear.

Auk þess hafa íslenskar hljómsveitir á borð við Mínus, Ghostigital, Leaves, Singapore Sling, Skakkamanage, Dr. Spock og Jan Mayen.

Fram kemur í tilkynningu frá Hr. Örlygi, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar í samstarfi við Icelandair og Reykjavíkurborg, að dagskráin í ár verði þéttari en nokkru sinni fyrr, en þegar hefur verið greint frá þátttöku Bloc Party, !!!, Gusgus, múm og of Montreal.

Vefsíða Iceland Airwaves hátíðarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar