Usher aflýsir brúðkaupi

Brúðkaupi söngvarans Usher var aflýst á síðustu stundu á laugardag. Söngvarinn átti að kvænast óléttri kærustu sinni Tameku Foster á býli Reid Hamptons, plötuútgefanda.

Umboðsmaður Usher gaf enga skýringu á því að brúðkaupið var blásið af og ekki er vitað hvort parið er enn trúlofað.

100 manns hafði verið boðið en móðir brúðgumans og guðfaðir hans voru ekki þeirra á meðal þar sem þau hafa verið á móti ráðahagnum. Í apríl á þessu ári var sagt frá því að Tameka væri ólétt eftir annan mann, en parið hefur neitað því. Tameka á þrjú börn fyrir og er sögð bera barn fyrrverandi manns síns undir belti.

Margir aðdáendur Usher hafa lýst óánægju með Tameku eftir að sögusagnir fóru á kreik þess efnis að hún hafi staðið fyrir því að Usher rak móður sína úr starfi umboðsmanns. Þá hefur söngvarinn birt opið bréf þar sem hann segist hamingjusamur og að Tameka sé ekki að nota hann.

mbl.is