Grétar Rafn lék með AZ Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson var í liði AZ Alkmaar í gær þegar fyrsta umferð í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst. Alkmaar hafði betur, 4:0, í viðureign liðsins gegn Venlo. Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson voru ekki í leikmannahópi AZ Alkmaar.

Arnar Þór Viðarsson var í byrjunarliði De Graafschap sem tapaði 8:1 á heimavelli gegn Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. De Graafschap eru nýliðar í efstu deild en liðið sigraði í hollensku 1. deildinni sl. vor.

Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliðinu hjá Helsingborg sem vann stórsigur, 5:0, gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Henke Larsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Gunnar Þór Gunnarsson var í leikmannahóp Hammarby sem tapaði á heimavelli gegn Halmstad, 1:0. Gunnar kom ekki við sögu í leiknum. Heiðar Geir Júlíusson kom inn á sem varamaður í liði Hammarby á 66. mínútu.

Marel Baldvinsson skoraði fyrsta mark Molde í 3:0-sigri liðsins á útivelli gegn Hönefoss í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þetta er annað mark Marels á leiktíðinni en Molde er í efsta sæti deildarinnar með 47 stig eftir 19 umferðir en liðið féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hólmar Örn Rúnarsson kom inn á sem varamaður hjá danska 1. deildar liðinu Silkeborg á 59. mínútu þegar liðið gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Lolland Falster. Hörður Sveinsson var ekki í leikmannahóp Silkeborgar.

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Hearts í Skotlandi, var í byrjunarliðinu þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Gretna á laugardaginn. Hann fór hins vegar út af í leikhléi og í hans stað kom Andy Driver, sem skoraði mark Hearts. Haraldur Björnsson lék allan leikinn í marki U19 ára liðs Hearts, sem vann 3:0 sigur á Gretna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson