Bölvun faraóanna enn virk

Yfirvöld í Egyptalandi greindu frá því í gær að Þjóðverji hefði skilað stolnum forngrip í sendiráð Egyptalands í Berlín með bréfi þar sem fram kom að stjúpfaðir hans hefði stolið gripnum og að “bölvun faraóanna hefði fylgt gripnum”. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Stjúpfaðirinn mun hafa stolið gripnum er hann var á ferð í Egyptalandi árið 2004 og strax á heimleiðinni mun hann hafa fundið fyrir skertri hreyfigetu, ógleði og hitaköstum. Hann var síðan greindur með krabbamein og lést nýlega. Hugmyndin um Bölvun faraóanna sem leggst á hvern þann sem rænir grafir faraóanna hefur verið til frá því gröf Tutankhamens fannst árið 1922 en skömmu síðar lést Carnarvon lávarður sem hafði fjármagnað leitina að gröfinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.