Börn þekktra Íslendinga áberandi

Frænkurnar Tinna Hrafnsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir leika sömu persónuna í …
Frænkurnar Tinna Hrafnsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir leika sömu persónuna í Veðramótum en á mismunandi aldri.
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur - halldora@bladid.net
Íslenska kvikmyndin Veðramót í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur verður frumsýnd um land allt annað kvöld. Myndin, sem fjallar um þrjá byltingarsinna sem taka að sér stjórn vistheimilis fyrir vandræðaunglinga, gerir sifjaspelli, ofbeldi og mannshvörfum sérstök skil og farið er í saumana á þeim úrræðum sem í boði hafa verið fyrir fórnarlömb ofbeldis.

Með aðalhlutverk fara þau Hilmir Snær Guðnason, Tinna Hrafnsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson og Jörundur Ragnarsson, en sérstaka athygli vekur að börn þekktra Íslendinga eru áberandi í myndinni. Má þar nefna Baltasar Breka, son Baltasars Kormáks, Heru Hilmarsdóttur, dóttur leikstjórans Hilmars Oddssonar, Arnmund Ernst Backman, son Eddu Heiðrúnar Backman, og aðalleikkonuna Tinnu Hrafnsdóttur, dóttur Hrafns Gunnlaugssonar.

Þá syngur Bryndís Jakobsdóttir, dóttir stuðmannsins Jakobs Frímanns Magnússonar og Ragnhildar Gísladóttur, eigið lag í myndinni og texti lagsins mun vera eftir rapparann Dóra DNA, sem jafnframt er sonur leikstjórans Guðnýjar Halldórsdóttur og framleiðandans, Halldórs Þorgeirssonar.

„Þetta var nú bara tilviljun ein. Guðný fór á flestar leiksýningar menntaskólanna og kom heim eftir hverja sýningu og sagðist hafa séð einhvern sem henni leist vel á. Svo kom það bara á daginn að þetta voru börn einhvers sem við þekktum," segir Halldór Þorgeirsson, framleiðandi kvikmyndarinnar og eiginmaður leikstjórans Guðnýjar Halldórsdóttur.

Nánar er fjallað um Veðramót í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant