Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum þjálfar hjá ÍBV

Elliði Vignisson
Elliði Vignisson
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur tekið að sér þjálfun í yngri flokkum handboltans hjá ÍBV. Elliði er Unni Sigmarsdóttur, aðalþjálfara, innan handar í þjálfun sjötta flokks drengja. Elliði var á árum áður nokkuð liðtækur í handbolta en bróðir hans, Svavar var lengi einn sterkasti línumaður landsins.

Greint er frá ráðningu bæjarstjórans á heimasíðu ÍBV en þar kemur ennfremur fram að bæjarstjórinn hafi afþakkað laun fyrir starfið. „Hann vill hins vegar láta þá upphæð renna til íþróttakrakka í yngstu flokkum, sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með, að komast í keppnisferðir með félögum sínum. Frábært framtak hjá Elliða, og til fyrirmyndar í íþróttastarfi,“ segir á ibv.is

mbl.is

Bloggað um fréttina