"Hvar er ríku og ókvæntu mennina að finna?"

Í New York.
Í New York. Reuters

Orðaskipti sem fram fóru á netinu á milli bandarískrar konu í leit að ríkum eiginmanni og óþekkts bankamanns á Wall Street, sem sagði hana í slæmri samningsstöðu, hafa vakið nokkra athygli í netheimum. Konan er 25 ára og auglýsti fyrir skömmu eftir aðstoð við að finna sér eiginmann sem hefði yfir hálfa milljón dollara í árslaun.

Í auglýsingunni sagðist konan vera "ofboðslega falleg" og "yfirborðskennd." Hún sagðist hafa verið með kaupsýslumönnum sem höfðu 200-250 þúsund dollara í árslaun "en ég virðist ekki geta komist ofar." Á slíkum launum nái enginn langt í New York, sagði konan, og spurði meðal annars: "Hvar er ríku og ókvæntu mennina að finna?"

Bankamaðurinn dularfulli, sem sagðist uppfylla öll skilyrði konunnar, útskýrði fyrir henni að hún væri að bjóða upp á "ferlega vond viðskipti."

"Útliti þínu mun hnigna, en peningarnir mínir halda áfram að ávaxtast um ókomna tíð ... staðreyndin er sú, að allar líkur eru á að ég muni hækka í launum, en það er alveg öruggt að fegurð þín mun ekki aukast!" sagði bankamaðurinn.

"Á máli kaupsýslumanna heitir þetta að verðgildi þitt rýrnar en verðgildi mitt vex. Ég skal útskýra þetta nánar: Þú ert 25 ára núna og verður líklega sæmilega heit næstu fimm árin, en þó minna ár frá ári. Svo ferðu virkilega að dofna. Þegar þú verður 35 ára er öllu lokið."

"Það eru ekki góð kaup í þér (þú ert í rauninni að bjóða þig til kaups), þannig að ég myndi frekar kjósa kaupleigu."

Konan hefur nú tekið auglýsinguna af vefnum - ásamt svarinu - en orðaskiptin hafa gengið manna á millum í tölvupósti og birst á bloggum. Talsmaður vefjarins sem auglýsingin birtist á tjáði The New York Times að svo virtist sem konan hafi birt auglýsinguna af heilum hug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson