Fyrirsæta féll ofan í gat á sviðinu

Margri fyrirsætunni hefur orðið fótaskortur á sýningasviðinu, en fáum jafn hastarlega og Söru Walsh, sem féll niður um gat sem brotnað hafði í sviðið á tískuvikunni í Los Angeles í síðustu viku. Hefur myndband af óhappinu farið mikla sigurför á YouTube síðan.

Bardagalistamaður braut gatið á sviðið í sýningaratriði sínu skömmu áður, og þegar Sara gekk fram starði hún beint fram fyrir sig, því að, eins og hún sagði síðar, fyrirsætur „verða að bera höfuðið hátt.“ Þannig að hún varaði sig ekki á gímaldinu.

Myndbandið hafði í dag verið skoðað oftan en milljón sinnum á YouTube og Sara vakið mikla athygli. Hún lætur þetta ekki á sig fá, og segist sjálf hafa gaman af því að horfa á myndbandið.

Myndbandið á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig.