700 nördar á leið til landsins

Þann 1. nóvember mun Laugardalshöllin fyllast af alþjóðlegum her tölvuleikjaspilara sem vilja sýna hrifningu sína á íslenska tölvuleiknum EVE Online í verki.

„Það er búið að vera ansi fjörugt, og mikið um að vera," segir Elísabet Grétarsdóttir, markaðsstjóri Evrópu hjá CCP, en hún hefur haft veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar en sú skipulagning hefur staðið yfir allt frá því að síðustu Fanfest-hátíð lauk. Þá var hátíðin haldin á Nordica en nú hefur hátíðin vaxið upp úr því húsnæði og því varð Laugardalshöllin fyrir valinu.

„Það var uppselt í fyrra þannig að við vorum eiginlega búin að sprengja það utan af okkur svo að næsta stopp var bara Laugardalshöllin." Í fyrra voru gestir hátíðarinnar um 600 en Elísabet reiknar með því að þetta árið verði gestirnir tvöfalt fleiri, nálægt 1200 manns.

„Akkúrat núna hafa um 700 útlendingar staðfest komu sína, og þeim mun fjölga. Meirihlutinn á hátíðinni kemur erlendis frá. Það er fólk frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan og Rússlandi. Svo er einmitt hellingur sem kemur frá Evrópu og Bandaríkjunum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta ávaxtanna af erfiði þínu. Skoðaðu stöðuna vandlega áður en þú ákveður að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta ávaxtanna af erfiði þínu. Skoðaðu stöðuna vandlega áður en þú ákveður að breyta til.