Fanney Lára fegurst fljóða

Fanney Lára Guðmundsdóttir
Fanney Lára Guðmundsdóttir mbl.is/Jón Svavarsson
Fanney Lára Guðmundsdóttir var í gærkvöldi kjörin Miss Scandinavia Baltic Sea, en keppnin var haldin um borð í glæsilegu skemmtiferðaskipi sem sigldi á milli Helsinki og Tallinn. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er ennþá í skýjunum, enda bara hálftími síðan krýningin fór fram," sagði Fanney, þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Fanney var valin Ungfrú Reykjavík í ár og hafnaði í þriðja sæti í Ungfrú Ísland. Öðlaðist hún þar með réttindi til að keppa í Miss Scandinavia Baltic Sea.