Clooney segir papparassa vera glæpamenn

Clooney og Sarah Larsen.
Clooney og Sarah Larsen. Reuters

George Clooney segir að „glæpsamlegu“ framferði papparassa hafi verið um að kenna að Britney Spears ók yfir á rauðu ljósi, talandi í gemsa og með börnin sín í bílnum, fyrir skömmu. Britney hafi orðið fórnarlamb „hausaveiðara“ sem hlíti engum lögum og reyni að búa til fréttir.

Litlu munaði að Clooney lenti sjálfur í árekstri við papparassa - eða æsifréttaljósmyndara - þar sem hann var á ferð á mótorhjólinu sínu í Hollywood-hæðum á föstudaginn. Hann sagði í viðtali: „Á myndunum af Britney að aka yfir á rauðu má sjá að það eru átta menn með myndavélar á miðri götunni. Það gilda ekki lengur neinar reglur.“

„Nú er svo komið, að óviðkomandi fólk verður fyrir meiðslum. Það sem [papparassarnir] eru að gera er ólöglegt; þeir eru í æðisgengnum kappakstri við hver annan. Þeir eru ekki að reyna að standa mig að verki við eitthvað heimskulegt, þeir eru að reyna að láta mig gera eitthvað heimskulegt,“ sagði Clooney í viðtali í sjónvarpsþættinum Entertainment Tonight.

„Það á enginn að komast upp með að brjóta lög og segja síðan: Ég er bara í vinnunni. Þeir sem fremja þessa glæpi hljóta umbun fyrir það. Þeir verða að einskonar hausaveiðurum fyrir vikið,“ sagði Clooney ennfremur og bað papparassana að fara sér hægar:

„Þið getið tekið myndir, en ekki aka á hundrað kílómetra hraða gegn einstefnu. Ekki meiða fólk sem er málinu óviðkomandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson